Íslandsmót í stökkfimi 2013
Íslandsmótið í stökkfimi fór fram helgina 23-24.nóvember í íþróttahúsinu Dalhúsum, í umsjón fimleikadeildar Fjölnis. Yfir 320 keppendur frá 14 félögum mættu til leiks, en keppt var í 4 mótshlutum. ...
Íslandsmótið í stökkfimi fór fram helgina 23-24.nóvember í íþróttahúsinu Dalhúsum, í umsjón fimleikadeildar Fjölnis. Yfir 320 keppendur frá 14 félögum mættu til leiks, en keppt var í 4 mótshlutum. ...
Haustmót í áhaldafimleikum í frjálsum, 1. og 2.þrepi kvk og kk fór fram á Akureyri laugardaginn 9. nóvember. Þá er báðum hlutum haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum lokið og fóru þeir fram á Akureyri með hálfs mánaðar millibili
Sú skemmtilega hefð hefur skapast að halda Möggumót að hausti. Möggumótið er haldið til heiðurs Margréti Einarsdóttur, sem stofandi Fimleikafélag Keflavíkur árið 1985.
Að þessu sinni voru keppendur 170 frá Fimleikadeild Keflavíkur, Ármanni, Björk, Fylki og Gerplu.
Um helgina fór fram fyrri hluti haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum á Akureyri. Mótið var mjög fjölmennt eða um 300 keppendur sem kepptu í 3.-5. þrepi bæði í drengjaflokk og stúlknaflokk. Fimleikadeild Keflavíkur fór með glæsilegan hóp ungra fimleikaiðkenda. Allir stóðu þeir sig mjög vel og eiga hrós skilið. Hér fyrir neðan koma úrslitin.
Breytt dagsetning á krakkafimleikunum næstu helgi.
Næsti tími í krakkafimleikunum, færist yfir á sunnudaginn 3. nóvember þar sem fimleikadeildin er að halda Möggumótið á laugardeginum í íþróttaakademíunni. Mótið byrjar kl 8:30 og stendur yfir allan daginn eða til kl 18:00.
Æfingatímarnir verða þeir sömu, semsagt börn fædd árið 2011 kl 9:30-10:20, börn fædd árið 2010 kl 10:50-11:40, og börn fædd árið 2009 kl. 12-13.
Vonum að sem flestir láti sjá sig á
SUNNUDAGINN 3. NÓVEMBER
Kveðja Stjórn og þjálfarar
Veturinn hjá Fimleikadeild Keflavíkur hefur farið vel af stað. Við erum gríðarlega ánægð með þann fjölda iðkenda sem hefur skráð sig og sótt æfingar og hlökkum við mikið til að stafa með þessum flottu hópum í vetur. Nokkrar breytingar hafa orðið hjá fimleikadeildinni en m.a. má nefa að Eva Berglind Magnúsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri, fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna og viljum við nota tækirfærið og þakka henni kærlega fyrir vel unnin störf.
Mátun verður aftur á morgun mánudaginn 23. september kl 16.00 - 18.00 og á miðvikudaginn 16.00 - 18.00. Síðan verður ekki aftur mátun fyrir ermalausa bolinn
fyrr en í lok október. Einnig er hægt að máta Keflavíkur fimleikabuxur stuttar og nýjan utanyfirgalla.
Nýir keppnisbúningar og utanyfirgallar hjá Fimleikadeild Keflavíkur.
Síðermabolur er fyrir 4. þrep og niður. Ermalaus bolur er fyrir ponsurnar, 5 þrep og yngri hópfimleikahópana. Utanyfirgalli er með hettu fyrir stelpur og með kraga fyrir stráka. Merkingarnar eru alveg eins á stráka og stelpugöllunum.
Á morgun 21. september verður mátun fyrir ermalausa bolinn og utanyfirgallann. Einnig verður mátun fyrir stuttar fimleikabuxur merktar Keflavík. Mátunin verður á milli kl 11:00- 14:00