Fréttir

Flottur árangur á Íslandsmóti í þrepum.
Fimleikar | 7. apríl 2014

Flottur árangur á Íslandsmóti í þrepum.

Ný liðna helgi sendi Fimleikadeild iðkendur á Íslandsmót í þrepum á Akureyri. Og eins og við var að búast stóðu allir sig með stakri prýði.

Laufey Ingadóttir keppti í 3. þrepi, 11 ára og hafnaði hún í 1.sæti í stökki, 1.sæti á slá, 3.sæti á golfi og í 2.sæti í samanlögðu.

Hanna María Sigurðardóttir keppti í 3. þrepi 12 ára og hafnaði hún í 1.sæti í stökki, 3.sæti á tvíslá og 3.sæti á jafnvægisslá.

Hildur Björk Hafþórsdóttir keppti í 5. þrepi 11 ára og hafnaði hún í 1.sæti á slá, 2.sæti á golfi og 3.sæti í samanlögðu.

Nú á þessu móti átti Keflavík í fyrsta skipti 2 drengi sem unnu sér inn þátttökurétt á Íslandsmóti og voru þeir félaginu til mikils sóma.

Hann Alexíus Anton Ólason keppti í 5. þrepi 10 ára og hafnaði hann í 2.sæti á golfi.

Og hann Samúel Skjöldur Ingibjargarson keppti í 5. þrepi 11 ára og hafnaði hann í 1.sæti á tvíslá.

Auk þessa stóðu allir aðrir sig mjög vel og viljum við óska öllum iðkendum innilega til hamingju með frábæran áranagur.

Hér má sjá frekari úrslit: http://www.fimak.is/is/moya/news/islandsmot-i-threpum-i-ahaldafimleikum-urslit-1

Hér má sjá myndir frá mótinu: http://www.fimak.is/is/myndir-1/myndir-2014/islandsmot-i-threpum-2014