Fréttir

Nettómótið
Fimleikar | 8. maí 2014

Nettómótið

Nettómót 2014

Dagana 9. – 10. maí Nettómótið haldið í Íþróttaakademíunni.  Allir iðkendur á aldrinum 5 – 18 ára munu láta ljós sitt skína þessa tvo daga.  Mótið skiptist í 5 hluta og eru tímasetningarnar eftirfarandi:

1.    hluti – föstudaginn 9. maí

Í þessum hluta keppa drengirnir okkar en við erum afskaplega stolt af því hversu margir drengir eru að æfa.  Í fyrsta sinn í sögu deildarinnar verður krýndur Innanfélagsmeistari karla.  Þeir hópar sem eru að keppa í þessum hluta eru st

Strákar 1, strákar 2, strákar 3 og strákar 4.

Mæting:  16:00 (nema strákar 1 sem mæta kl. 15:00)

Innmars hefst:  16:30                                     Keppni lokið:  18:00

Drengirnir sem eiga fimleikaföt keppa í þeim en þeir sem eiga ekki mega keppa í dökkum stuttbuxum og hvítum bol.

2.    hluti – föstudaginn 9. maí

Í þessum hluta verður keppt í stökkfimi.  Stökkfimi er ný grein innan fimleikana og er það einstaklingskeppni fyrir hópfimleikastúlkurnar.  Í þessum hluta keppa stúlkurnar í H1 og H2/H3.

 

Mæting:  17:30                    Innmars hefst:  18:45        Keppni lokið:  21:00

 

Stúlkurnar keppa í sínum keppnisbolum, með eitthvað fallegt í hárinu og þær sem eiga utanyfirgalla koma í honum.

 

3.    hluti – laugardaginn 10. maí

Í þriðja hluta mótsins verður ætla yngstu dömurnar okkar að láta ljós sitt skína.  Þær munu keppa í 8. þrepi íslenska fimleikastigans.  Það verða hóparnir

08 – split, 08 brú,  8 spíkat, 07 – brú, 07 – splitt og 07 spíkat sem mæta til leiks.

Mæting:  8:10                      Innmars:  8:35                     Keppni lokið:  10:30

4.    hluti – laugardaginn 10.maí

Í fjórða hluta mótsins ætla eftirfarandi hópar að keppa:  06 – splitt, 06 brú, 06 spíkat 04/05.  Þær munu keppa í 6. og 7. þrepi íslenska fimleikastigans.

 

Mæting:  11:00                    Innmars:  11:30                  Keppni lokið: 13:15

 

5.    hluti – laugardaginn 10. maí

Í fimmta hluta mótsins keppa þær stúlkur sem eru að keppa í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans.  Einnig er keppt í 5. þrep létt sem er keppnisstigi sem er gerður fyrir þær sem eru að undirbúa sig fyrir mót í 5 þrepi.  Þær eru búnar að vera mjög duglegar að keppa í vetur og ætla núna að klára keppnistímabilið með stæl, þær eru í hópunum K1, K2,  A2 og A3.

 

Mæting:  13:30                    Innmars:  14:15                   Keppni lokið:  16:30

Stúlkurnar eiga að keppa í Keflavíkurfimleikabolunum sínum, með eitthvað fallegt í hárinu og vera í utanyfirgallanum sínum.    Yngstu iðkendurnir mega vera í öðrum fimleikabol ef þær eiga ekki K-bolinn.  Ef einhver óskar eftir að kaupa Keflavíkurbol er hægt að gera það skrifstofu deildarinnar.

 

Við hvetjum foreldra til að koma og horfa á iðkendur deildarinnar keppa.  Það verður frítt inn og sjoppa á staðnum.

 

Ef einhverjar spurningar vakna hvetjum við ykkur til að hafa samband við okkur.

 

Allar æfingar falla niður föstudaginn 9. maí.

 

Með vinsemd og virðingu

Þjálfarar og stjórn

Fimleikadeildar Keflavíkur?