Áhaldafimleikar Kvenna

Áhaldafimleikar kvenna er einstaklingsíþrótt. Íþróttin er mjög krefjandi og þar þurfa einstaklingar að tengja hugar og líkamsvitund til að geta byggt upp og sett saman flókar æfingar. Keppt er á fjórum mismunandi áhöldum 1) Jafnvægislá 2) Tvíslá 3) Stökk  &  4) Gólfæfingar.  En hvert áhald hefur sýna sérstöðu.

 1. Jafnvægislá

  Jafnvægissláin krefst mikla einbeitningu. Jafnvægisláin er 120 cm á hæð og 10 cm breið. Einstaklingurinn þarf að sýna áræðni, glæsileika, flæði í hreyfingum og mikla einbeitingu.  Æfingin á jafnvægisslánni þarf að innihalda samsetningu á snúningum, hoppum og akróbatik æfingum sem eru framkvæmdar fram, aftur og til hliðar ásamt því að framkvæma tvær til þrjár æfingar sem tengdar eru saman til að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru.
 1. Tvíslá

  Á tvíslá þarf einstaklingurinn að búa yfir miklum styrk, góðu úthaldi og fullkominni tímasetningu. Æfingin þarf að flæða frá upphafi til enda og þarf hver æfing vera framkvæmd hver á eftir annarri án stopps. Það þarf að framkvæma æfinguna á tvíslánni með því að fara undir og yfir rárnar í allar áttir. Allar æfingar á tvíslánni byrja og enda í handstöðu. Sveiflur, risasveiflur, snúningar, flugæfingar þar sem fimleikamaðurinn grípur í sömu rá eða hina ránna eru skylda áður en framkvæmt er fullkomið afstökk.
 1. Stökk

  Stökk er kraftmikið áhald þar þarf fimleikamaður að hlaupa í áttina að hestinum á sem mestum hraða til að framkvæma stökk með mikilli hæð, góðri lengd frá hestinum, óaðfinnanlegri framkvæmd og að lendingin sé fullkomin án þess að taka skref. Einstaklingurinn hefur eingöngu eina tilraun til að gera fullkomið stökk.
 1. Gólfæfingar

  Gólfæfingarnar eru dans og stökkseríur sem eru framkvæmdar í takt við tónlist ásamt því að persónuleiki og sköpunarhæfileikar einstaklingsins í hreyfingum fá að njóta sín. Einstaklingurinn verður að nýta allan gólfflötin og hefur eingöngu 90 sekúndur til þess. Það þarf mikið þrek til að framkvæma þrjár til fjórar stökkseríur innan tímarammans ásamt hoppseríum, snúningum og sýna mikið listfengi í gegnum æfinguna.