Leiga á sal - afmæli

Leiga á sal /Afmæli

Innifalið í leigu er afnot af salnum og afnot af aðstöðu á fyrstu hæð fyrir framan salinn. Í aðstöðu eru borð, stólar og vaskur en leigutaki sér sjálfur um að koma með allar veitingar, drykki, glös, diska, ruslapoka og tusku til að þurrka af borðum. Leigendur sjá um að ganga vel um og tekur allt rusl með sér. (Ruslið má setja í gám fyrir aftan hús.)

Miðað er við að hópurinn sé allt að 30 börn, greiða þarf 500 kr á hvert barn umfram það. Vinsamlegast athugið að afnot af aðstöðunni telst inn í leigutíma. Salurinn er leigður í 90 mínútur. Það má mæta og undirbúa 10 mínútum fyrir leigutíma. Leiga í 1,5 klst kostar 28.000 (fyrir allt að 30 börn) og þarf að vera búið að greiða í síðasta lagi miðvikudaginn á undan. Ef greiðsla hefur ekki skilað sér er salurinn auglýstur aftur.

 

Reglur fyrir leigutaka

  • Það má ekki leika sér í þjálfaraherbergi.
  • Það er ekki boði að fara með hluti úr rauðasal inní stóra salinn.
  • Skilyrði að það sé alltaf a.m.k. einn fullorðinn einstaklingur inni í sal.
  • Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim einstaklingum sem er á hans vegum í salnum
  • Stranglega bannað að taka púða upp úr gryfjunni og það má ekki fela sig í gryfjunni vegna slysahættu.
  • Gætið vel að börnunum því auðvelt er að slasa sig ef ekki er farið varlega.
  • Innifalið í leigugjaldi er eingöngu aðgangur að fimleikasal og matsal. Það er ekki í boði að fara á upp á aðra hæð.
  • Leigutaki kemur með sinn eigin borðbúnað og veitingar og tusku til að þurrka af borðum. 

Leigutaki skilar salnum af sér eins og hann tekur við honum, sópar, hendir rusli og þurrkar af borðum.

 

BÓKANIR

Salurinn er bókaður með því að senda póst á  fimleikasalur@gmail.com senda þarf ósk um dagsetningu og tímasetningu og taka fram nafn og símanúmer á bókun.
Salurinn er leigður á laugardögum kl 14 og 16 og á sunnudögum kl 14:30 og 16:30.