Hópfimleikar

Hópfimleikar eru hópíþrótt sem samanstendur af 8-12/14 manna liði(14 í yngri flokkum).  Liðið eru annaðhvort kvennalið, karlalið eða blandað lið (en þá eru jafnmargir af hvoru kyni í liðinu) Hópfimleikar er samblanda af líkamlega krefjandi æfingum og sterkri liðsheild. En þessir tveir þættir eru lykilinn að góðum árangri. Einstaklingar þurfa að byggja upp og setja saman flóknar æfingar sem eru framkvæmdar á nokkrum sekúndum. Fimleikar eru mikil nákvæmis íþrótt þar sem æfingar eru framkvæmdar í krefjandi aðstæðum og því mikilvægt að iðkandinn tileinki sér einbeitingu og aga í vinnubrögðum sínum.  Keppt er í þremur mismundandi áhöldum. 1) Trampólíni, 2) Dýnustökki og 3) Gólfæfingum en hvert áhald hefur sýna sérstöðu.

  1. Trampólín

    Á trampólíni gerir hvert lið þrjár umferðir og þarf ein af þeim að vera með stökki yfir hest. Hér snýst æfingin um snerpu, styrk og samhæfingu fimleikamannsins, en hann þarf að ná hraða úr tilhlaupi sínu til að ná sem mestum sprengikrafti úr trampólíninu og inn í fimleikastökkið. Í loftinu framkvæmir einstaklingurinn svo mismunandi útfærslur af heljarstökkum með skrúfum sem stigmagnast eftir því sem færni einstaklingsins eykst.
  1. Dýnustökk

    Dýnustökki gerir hvert lið þrjár umferðir en fimleikamennirnir þurfa að framkvæma bæði stökk fram á við og aftur á bak. Hver umferð saman stendur af tengingu nokkurra fimleikaæfinga sem verða flóknari með aukinni færni  einstaklingsins. Lykilþættir eru samhæfing, sprengikraftur og styrkur til að ná árangir í dýnustökkum.
  1. Gólfæfingar

    Gólfæfingar snýst um að vera með  mjúkar hreyfingar, fallegar línur, liðleika, jafnvægi og hopp einkenna gólfæfingarnar þar sem allir liðsmenn framkvæma æfingarnar í takt líkt og í raun aðeins einn maður væri úti á gólfinu. Liðið þarf að færast um gólfflötinn og mynda mismunandi mynstur á meðan það framkvæmir æfinguna sem krefst mikillar samvinnu allra fimleikamannanna.