Samlokukort Keflavíkur
Í sumar ætlar Keflavík að bjóða uppá að hægt verði að kaupa samlokukort Keflavíkur fyrir iðkendur á æfingum og börn á sumarnámskeiðum á vegum allra deilda Keflavíkur í sumar. Frá og með 8. Júní -24.júlí verður hægt að koma upp í sal á efri hæð Íþróttahússins í hádeginu milli 12:00-13:00 og fá samloku, drykk og ávöxt og setjast þar niður. Athugið að þetta er ekki gæsla eða barnapössun á þessum tíma.







