Fréttir

Æfingar byrja aftur 4. maí
Fimleikar | 4. maí 2020

Æfingar byrja aftur 4. maí

Við opnuðum í dag 4. maí og eru flestar æfingar hafnar. Okkur eru reyndar takmarkanir settar og eru 17 ára á árinu og eldri með sér æfingartíma þar sem þau mega bara æfa 4 saman. Linda hefur samband við krakkafimleikahópinn sér þar sem það verður líka öðruvísi þar sem að foreldrar eru ekki leyfðir í húsinu. Hér fyrir neðan eru almennar reglur sem eiga við í maí.
  • Ekki er í boði að mæta veik/veikur á æfingu eða með einkenni sem svipar til Covid-19.
  • Iðkendur þurfa að mæta í fatnaði undir útifötunum þar sem klefar eru ekki notaðir nema fyrir eldri til að geyma fatnað. Yngri hópar Kríli og Ponsur setja útifötin sín í körfur sem við verðum búin að raða upp við glerið. Eldri setja í körfur inni í klefa sem verður búið að raða þar eða í skápa ef þau eru með.
  • Foreldrar eru ekki leyfðir í húsinu og munu því þjálfarar taka á móti yngri hópum í anddyri eða úti ef verður leyfir og skila þeim aftur út eftir æfingu. Við biðjum foreldra að vera tímanlega að skutla þeim á æfingu og tímanlega að sækja.
  • Þau börn sem taka sjálf strætó geta að sjálfsögðu mætt aðeins fyrr þar sem strætósamgöngur eru ekki endilega alltaf í takt við æfingaáætlun. Þó að börnum sé ekki skorður settar hversu mörg þau verða saman þá eru skorður settar við þjálfarana.
  • Gott er að koma með vatnsbrúsa þar sem vatnshani okkar verður ennþá lokaður.
  • Mikilvægt að iðkendur þvoi sér vel um hendur fyrir æfingu og einnig er spritt við inngang og á salernum.
  • Við munum passa vel upp á þrif í húsinu og spritta það sem hægt er daglega.
  • Einnig er mikilvægt að fylgjast vel með inni á Sportabler þar sem þjálfarar setja inn ef þeir skyldu ákveða að hafa æfinguna úti ef veður leyfir. Þá koma börnin klædd til útiæfinga. En það er aðeins ef veður leyfir.
  • Við biðjum foreldra að virða þessar reglur svo við getum haldið okkur við þær takmarkanir sem okkur eru settar. Það er samstarf okkar allra að komast í gegnum þessa tíma. 
 
Einnig er fyrirhugað að hafa innanfélagsmót/sumarslútt fyrir alla iðkendur í júní en nánari upplýsingar um það koma síðar.
 
Við vonum að allir séu hressir og hlökkum mikið til að sjá börnin aftur og klára fimleikaárið af krafti.
 
Kær kveðja
Fimleikadeild Keflavíkur