Fréttir

Nýr þjálfari hjá Fimleikadeildinni
Fimleikar | 6. ágúst 2020

Nýr þjálfari hjá Fimleikadeildinni

Fimleikadeild Keflavíkur hefur ráðið til sín Catalin Mihai Chelbea sem þjálfara í áhalda- og hópfimleika. Hann er frá Rúmeníu, talar ensku og íslensku, er 32 ára og er búinn að vera að þjálfa á Íslandi síðan árið 2012. Hann hefur verið að þjálfa hjá Aftureldingu, Björk og Stjörnunni. Hann er menntaður í fimleikaþjálfun frá Rúmeníu og einnig með master í fimleikaþjálfun.

Við bjóðum Catalin velkominn til okkar.

Fimleikadeild Keflavíkur