Nýir keppnisbúningar og utanyfirgallar hjá fimleikadeild Keflavíkur
Nýir keppnisbúningar og utanyfirgallar hjá Fimleikadeild Keflavíkur.
Síðermabolur er fyrir 4. þrep og niður. Ermalaus bolur er fyrir ponsurnar, 5 þrep og yngri hópfimleikahópana. Utanyfirgalli er með hettu fyrir stelpur og með kraga fyrir stráka. Merkingarnar eru alveg eins á stráka og stelpugallanum.
H1 verður í heilgalla, sem verður sýndur innan skamms.
Búið er að hanna nýjan galla fyrir áhaldafimleika stráka, og kemur hann næsta haust. Ákveðið var að bíða með hann þar sem strákarnir eru í nýlegum göllum.
Á morgun 21. september verður mátun fyrir ermalausa bolinn og utanyfirgallann. Einnig verður mátun fyrir stuttar fimleikabuxur merktar Keflavík. Mátunin verður á milli kl 11:00- 14:00
Mátun fyrir þrepabolina og hópfimleikagallan verður auglýst síðar.
Verð:
Ermalaus bolur + hárteygja í stíl : 9600 kr
Þrepabolur + hárteygja í stíl : 18.900 kr
Utanyfirgalli frá Henson : 13.000 kr
Keflavíkur fimleikabuxur stuttar : 4800 kr