Jóhanna Ýr öflug á Haustmóti
Um síðustu helgi fór fram Haustmót í áhaldafimleikum í húsakynnum Gerplu í Kópavogi.
Keflavík átti einn þátttakanda á mótinu, hana Jóhönnu Ýr Óladóttur sem keppti þar í frjálsum æfingum.
Jóhanna var heldur betur í stuði og nældi sér í silfur á stökki.
Jóhanna er að koma úr langvarandi meiðslum eftir að hún sleit hásin fyrir um ári síðan. Hún kom til baka ennþá sterkari, keppti á öllum áhöldum og með sýndi nýjar æfingar á tvíslá og jafnvægisslá.
Við óskum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og hlökkum spennt til að fylgjast með henni á mótum vorannar.