Fréttir

Fimleikar | 17. september 2021

Hóparnir okkar

Það eru spennandi tímar framundan hjá Fimleikadeild Keflavíkur og vonum við að þú verðir með okkur í vetur. Búið er að uppfæra mörg áhöld hjá okkur og við hlökkum til að nota nýja búnaðinn. Við viljum bjóða fimleikafólkið okkar velkomið aftur til starfa og hlökkum til að hitta þau og alla nýju iðkendur okkar.  

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvaða hópar eru í boði 😊 Eins og alltaf erum við með frábæra þjálfara sem sjá um þjálfun í öllum okkar hópum. Við erum svo heppin að við fengum nýja þjálfara til starfa í ár (Nöfn þeirra) og einnig hefur Ása Sigurðardóttir tekið við stöðu rekstarstjóra, en hún þekkir fimleikaheiminn vel.

Við erum viss um að framundan sé ótrúlega skemmtilegt fimleikaár og hlökkum til að fá alla okkar iðkendur aftur á æfingar.

Fimleikakveðja Stjórn fimleikadeildar Keflavíkur

Smellið hér til að sjá upplýsingar um hópana

https://fimleikar.keflavik.is/upplysingar/hoparnir