Frábær árangur hjá stúlkunum í K4 á fyrsta móti tímabilsins! 💙🤸♀️
Stelpurnar í K4 tóku þátt í Þrepamóti 1 sem fram fór hjá Fjölni, en það var fyrsta mót keppnistímabilsins. Stúlkurnar kepptu í 4. þrepi og stóðu sig með glæsibrag.
Snædís Lind Davíðsdóttir og Ester María Hólmarsdóttir gerðu sér lítið fyrir og náðu þrepinu – Snædís með 57.850 stig og Ester María með 57.675 stig.
Ester Valberg var hársbreidd frá því að ná þrepinu með 55.325 stig, en til þess þarf að ná 56.000 stigum.
Í einstaklingsgreinum voru úrslitin einnig glæsileg:
🏅 Snædís Lind – 3. sæti í fjölþraut, 5. sæti á tvíslá og 2. sæti á gólfi.
🏅 Ester María – 6. sæti í fjölþraut, 3. sæti á stökki og 1. sæti á gólfi.
🏅 Ester Valberg – 9. sæti í fjölþraut og 4. sæti á slá.
Á mótinu tóku þátt 30 keppendur, og því er árangur stelpnanna sannarlega frábær 👏
Við óskum iðkendum okkar og þjálfurum innilega til hamingju með glæsilega frammistöðu á fyrsta móti tímabilsins – og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu.
