Fréttir

Fimleikar | 1. maí 2007

Vormót í hópfimleikum

Vormót í hópfimleikum var haldið helgina 28. og 29. apríl í íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Mótinu var skipt í fjóra hluta og fóru fyrstu þrír hlutarnir fram á laugardeginum þar sem keppt var í barnaflokki, teamgym, fullorðinsflokki og táningaflokki en síðasti hlutinn fór fram á sunnudeginum þar sem keppt var í unglingaflokki.  Um 450 keppendur tóku þátt í mótinu á öllum aldri, bæði stúlkur og drengir.  Keflavík var með lið í tveimur flokkum, í táninga og unglingaflokki og gekk þeim mjög vel.  Táningaflokkurinn var í fyrsta sæti í trampólínæfingum og öðru sæti í dýnuæfingum.  Unglingaflokkurinn fékk síðan gull fyrir trampólínæfingar og brons fyrir gólfæfingar.  Til hamingju með þetta stelpur.  Mótið gekk mjög vel og var mikil og góð stemming yfir hópunum.  

En önnur úrslit voru eftirfarandi:

Barnaflokkur-landsreglur

Gólfæfingar:

  1. Selfoss T5 = 7,4
  2. Selfoss T8 = 6,8
  3. Selfoss T9 = 6,75

Dýnuæfingar:

  1. Selfoss T5 blár = 5,95
  2. Selfoss T8 = 5,9
  3. Ármann = 5,85

Trampolínæfingar:

  1. Selfoss T5 blár = 7,5
  2. Afturelding = 7,4
  3. Selfoss T8 grænn = 6,5

Teamgym

Juniorhópur

Samanlagt:

  1.  Ármann = 22,6

Seniorhópur

Samanlagt:

  1. Selfoss = 22,4

Fullorðinsflokkur-landsreglur

Dýnuæfingar:

  1. Stjarnan/Björk stúlkur = 7,8

Trampolínæfinar:

  1. Stjarnan/Björk drengir = 7,7

Táningaflokkur-landsreglur

Gólfæfingar:

  1. Stjarnan/Björk = 8,6
  2. Selfoss = 8,3
  3. Rán = 8,0

Dýnuæfingar:

  1. Stjarnan/Björk = 7,55
  2. Keflavík = 6,85
  3. Selfoss = 6,80

Trampolínæfingar:

  1. Keflavík = 7,00
  2. Fjölnir T1 = 6,95
  3. Stjarnan/Björk = 6,90

Unlingaflokkur-landsreglur

Golfæfingar:

  1. Selfoss 4 = 7,45
  2. Fjölnir T3 = 6,85
  3. Keflavík = 6,7

Dýnuæfingar:

  1. Selfoss 3 = 6,75
  2. Ármann = 6,40
  3. Fjölnir T3 = 6,15

Trampolínæfingar:

  1. Keflavík = 6,50
  2. Fjölnir T3 = 6,40
  3. Selfoss 3 = 6,35

Nánari úrslit frá finna hér fyrir barnaflokkunglinga, táninga og teamgym.