Fréttir

Fimleikar | 27. apríl 2007

Vormót hópfimleikar

Helgina 28.-29. apríl fer fram vormót í hópfimleikum í íþróttahúsinu við Sunnubraut.  Mótið hefst á laugardag kl. 10.25 og stendur til kl. 19.00 um kvöldið en keppni hefst svo aftur á sunnudeginum kl. 12.00 og eru mótslok áætluð um kl. 15.30.  Fimleikadeild Keflavíkur er með 2 lið á þessu móti og keppa þau í þriðja hluta mótsins sem hefst kl. 17.05 á laugardeginum og fjórða hluta mótsins sem hefst kl. 12.10 á sunnudeginum.  En alls munu um 600 stelpur keppa á þessu móti og hefur það sjaldan eða aldrei verið stærra.  Aðgangseyrir að mótinu er 500 kr. og er fólk hvatt til að fjölmenna í íþróttahúsið við Sunnubraut enda eru hópfimleikamótin sannkallað augnakonfekt þar sem þrautþjálfað fimleikafólk sýnir snilli sína með margbrotnum trampólínstökkum og skemmtilegum dönsum.  Fimleikastúlkur úr hópfimleikum í Keflavík munu sjá um veitingasölu á mótinu en það er liður í fjáröflum fyrir þá iðkendur sem eru á til Austurríkis á hópfimleikamót sem fer fram nú í sumar.