Fréttir

Úrslit seinni hluta haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum
Fimleikar | 10. nóvember 2013

Úrslit seinni hluta haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum

Haustmót í áhaldafimleikum í frjálsum, 1. og 2.þrepi kvk og kk fór fram á Akureyri laugardaginn 9. nóvember. Þá er báðum hlutum haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum lokið og fóru þeir fram á Akureyri með hálfs mánaðar millibili.

6 stúlkur kepptu frá Keflavík og gekk þeim mjög vel. Í fyrsta þrepi fjórtán ára og eldri kepptu Lilja Björk, Sólný Sif og Ingunn Eva. Lilja Björk hafnaði í 3.sæti á stökki, 1.sæti á tvíslá, 1.sæti á slá, 1.s sæti á gólfi og 1.sæti samanlagt.

Í öðru þrepi 12. ára og yngri keppti Katla Björk og hafnaði hún í öðru sæti á stökki.

Í öðru þrepi 13. ára og eldri kepptu Huldís Edda og Kolbrún Júlía. Huldís Edda hafnaði í 2.sæti á stökki og 3. sæti á slá.

Við óskum iðkendum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.