Fréttir

Úrslit Nettómótsins
Fimleikar | 20. maí 2014

Úrslit Nettómótsins

Nettómót fimleikadeildar Keflavíkur fór fram í 6 hlutum á þremur dögum. Síðasti hluti Nettómótsins fór fram 19.maí. Í 1. hlutanum kepptu drengir. Þar fór Samúel Skjöldur Ingibjargarson með sigur að hólmi og er hann því innanfélagsmeistari drengja. Í 2. hlutanum kepptu hópfimleikastelpurnar okkar í stökkfimi. Elísabet Ýr Hansdóttir var hlutskörpust þar og hún því stökkfimimeistari fimleikadeildar Keflavíkur. Í 3,4,5 hlutanum kepptu áhaldastelpurnar okkar sem eru 5-13 ára og stóðu þær sig mjög vel.
6. hluti mótsins fór fram í gær þar sem áhaldastelpurnar okkar sem eru komnar lengst kepptu sín á milli. Keppnin var mjög skemmtileg og gaman að sjá stelpurnar reyna við mjög erfiðar æfingar. Lilja Björk Ólafsdóttir varð innanfélagsmeistari fimleikadeildar Keflavíkur, en þess má geta að Lilja er að vinna þennan titil í 3. skiptið í röð.

Myndir má finna hér:http://keflavik.is/fimleikar/myndasafn/?gid=1020

Koma svo fleirri myndir á næstu dögum.