Fréttir

Úrslit fyrri hluta haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum
Fimleikar | 1. nóvember 2013

Úrslit fyrri hluta haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum

Um helgina fór fram fyrri hluti haustmóts FSÍ í áhaldafimleikum á Akureyri.  Mótið var mjög fjölmennt eða um 300 keppendur sem kepptu í 3.-5. þrepi bæði í drengjaflokk og stúlknaflokk.  Fimleikadeild Keflavíkur fór með glæsilegan hóp ungra fimleikaiðkenda. Allir stóðu þeir sig mjög vel og eiga hrós skilið. Hér fyrir neðan koma úrslitin.

5.þrep 10 ára

Helena Rafnsdóttir hafnaði í fyrsta sæti á stökki, þriðja sæti á tvíslá.
Hildur Björg Hafþórsdóttir hafnaði í fyrsta sæti á slá.

5 þrep 11 ára og eldri

Inga Jódís Kristjánsdóttir hafnaði í 2. sæti á tvíslá, 3. sæti í gólfæfingum og 2. sæti samanlagt.

5.þrep 9 ára

Alexíus Anton Ólason hafnaði í 3. sæti á gólfi, 3. sæti á bogahesti, 
3. sæti í hringjum, 3. sæti á tvíslá, 3 sæti á svifrá og 2. sæti samanlagt.
Daníel Þór Andrason hafnaði í 2. sæti í hringjum.


5.þrep 10 ára

Samúel Skjöldur hafnaði í 1.sæti á stökki og 1.sæti á svifrá.

5.þrep 11. ára og eldri

Ísak Einar Ágústson hafnaði í 1.sæti á gólfi, 1.sæti á bogahesti, 2.sæti í stökki, 2.sæti í hringjum, 2.sæti á tvíslá, 1. sæti á svifrá og 2. sæti samanlagt.

Magnús Orri Arnarson hafnaði í 2.sæti á gólfi, 3.sæti á bogahesti, 1.sæti í hringjum, 1.sæti á stökki, 2.sæti á tvíslá, 1.sæti á svifrá og 1.sæti samanlagt.

Davíð Freyr Sveinsson hafnaði í 3.sæti á gólfi, 2. sæti á bogahesti, 3.sæti í hringjum, 3.sæti á stökki, 3.sæti á tvíslá, 3. sæti á svifrá og 3.sæti samanlagt.

4.þrep 11. ára

Eva María  Davíðsdóttir hafnaði í 1. sæti á slá.

3.þrep 10 ára

Laufey Ingadóttir lenti í 3.sæti á stökki, 1.sætijafnvægisslá og 1.sæti á gólfi.