Úrslit frá Íslandsmóti í Almennum fimleikum 2.-5. þrep
Íslandsmótið í Almennum Fimleikum 2006
Á laugardaginn 25. febrúar fór fram Íslandsmót í almennum fimleikum í Íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. Keppt var í 2. – 6. þrep stúlkna og 1. – 4. þrepi pilta. Keppendur á mótinu voru um 220 frá 11 félögum og þar af 40 strákar og hafa þeir aldrei verið fleiri á þessu móti.
Keppnin skiptist í 3 hluta. Fyrsti hluti hófst á laugardaginn kl. 9.30 og annar hluti mótsins kl. 14.45. Á sunnudaginn var síðan Meistaramót í almennum fimleikum en á því keppa 10 efstu einstaklingar í hverju þrepi almenna fimleikastigans en þeir þurfa þó einnig að hafa náð a.m.k. 32 stigum samanlagt.
Fimleikadeild Keflavíkur sendi 17 stúlkur á mótið úr tveimur elstu tromphópunum. Stelpurnar voru á aldrinum 13-17 ára. Stúlkurnar náðu frábærum árangri og fóru oft á verðlaunapall. Það skemmtilegasta var að það komust 7 stúlkur frá Keflavík inn á Meistaramótið sem haldið var á sunnudeginum.
Fimleikadeild Keflavíkur var með fjórar stúlkur af tíu í 2. þrepi, tvær af tíu í 3. þrepi og eina af fimm í 4. þrepi. Þannig að við vorum með alls um 30% hlutfall af keppendum á Meistaramótinu í þeim þrepum sem við kepptum í. Hin félögin 10 fylltu svo hin 70%.
Þjálfarar voru: Heiðrún Björk Sigmarsdóttir og Heiðrún Rós Þórðardóttir
Dómarar voru: Ása Sigurðardóttir, Róbert Bentia, Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir, auk þess dæmdu þjálfarar líka einn hluta.
Þær sem komust inn á meistaramótið og náðu sínum þrepum voru:
2. þrepi: 2. þrepi: Dóróthea Rún Margeirsdóttir, Guðrún Mjöll Stefándsdóttir, Hólmfríður S. Ármannsdóttir og Bryndís Björk Jónsdóttir.
3. þrepi: Sunneva Fríða Böðvarsdóttir og Kristín Sigurðardóttir.
4. þrepi: Elísa Sveinsdóttir.
Fimm stúlkur komust á verðlaunapall á meistaramótinu.
· Hólmfríður S. Ármannsdóttir varð í 1. sæti með 32,75 stig og er því Íslandsmeistari í 2. þrepi.
· Guðrún Mjöll Stefánsdóttir varð í 2. sæti í 2. þrepi með 32,65 stig.
· Dóróthea Rún Margeirsdóttir varð í 3. sæti í 2. þrepi með 32,40 stig.
· Kristín Sigurðardóttir varð í 3. sæti í 3. þrepi með 33,90 stig.
· Elísa Sveinsdóttir varð í 2. sæti í 4. þrepi með 34,05 stig.
Úrslit á sjálfum laugardeginum voru þessi:
2. þrep 13 ára
· Dóróthea Rún Margeirsdóttir
o 1. sæti samanlagt, 2. sæti á gólfi og 3. sæti á trampolíni
2. þrep 14 ára
· Hanna Ósk Ólafsdóttir
o 2. sæti á stökki
2. þrep 15 ára
· Guðrún Mjöll Stefánsdóttir
o 2. sæti samanlagt og 1. sæti á dýnu
· Hólmfríður S. Ármannsdóttir
o 1. sæti samanlagt, 1. sæti á gólfi, 2. sæti á dýnu og 2. sæti á stökki
· Bryndís Björk Jónsdóttir
o 3. sæti samanlagt, 3. sæti á dýnu, 2. sæti á trampolíni og 3. sæti á stökki
3. þrep 14 ára
· Sunneva Fríða Böðvarsdóttir
o 3. sæti samanlagt, 1. sæti á dýnu og 2. sæti á trampolíni
· Sigríður Eva Sanders
o 2. sæti á dýnu og 3. sæti á stökki
· Hildur Ösp Randversdóttir
o 2. sæti samanlagt
3. þrep 15 ára
· Kristín Sigurðardóttir
o 2. sæti samanlagt, 1. sæti á trampolíni og 1. sæti á stökki
4. þrep 14 ára og yngri
· Elísa Sveinsdóttir
o 2. sæti samanlagt, 3. sæti á gólfi, 2. sæti á dýnu, 3. sæti á trampolíni og 3. sæti á stökki
4. þrep 15 ára og eldri
· Halldís S. Thorodsen
o 3. sæti samanlagt, 3. sæti á trampolíni og 3. sæti á stökki
· Lovísa Kjartansdóttir
o 2. sæti á gólfi
Fyrir hönd Fimleikadeildarinnar
Heiðrún Björk Sigmarsdóttir