Fréttir

Fimleikar | 28. febrúar 2009

Unglingamót FSÍ í hópfimleikum

Unglingamót FSÍ í hópfimleikum var haldið helgina 21. og 22. febrúar.  Mótið er það stærsta sem FSÍ hefur haldið með 660 skráðum þáttakendum.  Fimleikadeild Keflavíkur sendi eitt lið á mótið sem keppti í 4. flokki og urðu þær í 8. sæti samanlagt.  Liðið var skipað eftirtöldum stúlkum:  Alexía Rós Viktorsdóttir, Ásdís Björk Jónsdóttir, Helga Eden Gísladóttir, Hildigunnur Gísladóttir, María Ósk Björnsdóttir, Ólöf Birna Jónsdóttir Sigurbjörg Halldórsdóttir og Vivian Linda Karlsdóttir.

Nánari úrslit má sjá hér.

Hægt er að sjá stelpurnar keppa á þessari síðu: youtube.com/user/truppgympa