Fréttir

Unglingalandsmót og Fimleikar og fjör
Fimleikar | 25. júní 2013

Unglingalandsmót og Fimleikar og fjör

Fimleikar og fjör

Fimleikadeild Keflavíkur ætlar að bjóða upp á námskeiðið Fimleikar og fjör í júlí.  Námskeiðið er fimleika-, íþrótta og hreystinámskeið fyrir alla krakka, stelpur og stráka á aldrinum 6 til 10 ára, börn fædd (2007-2003). Kennt verður í fimleikahúsi Fimleikadeildar Keflavíkur, Krossmóa 58 (ÍAK). Sími 421 6368.

 

Tímabil   

Námskeið 2:  1.júlí – 19. júlí.
Eftir hádegi 13:00-16:00

 

Skráning og gjald

Skráning fer fram rafrænt á keflavik.is ,(undir skráning iðkenda) Námskeiðsgjald greiðist við skráningu  og er 10.000 kr.

Leiðbeiningar má finna hér:  http://keflavik.is/Leidbeingingar_Nori/

 

Ábyrgðarmaður:                                                              Leiðbeinandi:

Eva Berglind Magnúsdóttir,                                                 Sigríður Sesselja Sæmundsdóttir
framkvæmdastjóri Fimleikadeildar Keflavíkur                         Nemi í íþróttafræði                 

Sími: 421-6368 

 

Hópur fyrir Unglingalandsmótið

Unglingalandsmótið verður haldið Verslunarmannahelgina á Höfn í Hornafirði.  

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð 
sem haldin eru árlega um verslunarmannahelgina.

 

Nánari upplýsingar um Unglingalandsmótið má nálgast hér http://www.umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/keppni/

 

Í fyrra sendum við 2 lið og urðu þau í 2. sæti.

 

Mótið er fyrir 11-18 ára. Allir sem eru innan þessara marka geta tekið þátt í mótinu, óháð búsetu eða þátttöku í íþróttum, allir geta verið með.

Skráning

Skráning fer fram rafrænt á keflavik.is ,(undir skráning iðkenda)