Tromphópar vinna til verðlauna
Haustmót í hópfimleikum var haldið á Akranesi helgina 14. - 15. nóvember. Fimleikadeild Keflavíkur átti 4 hópa, samtals 40 keppendur. Það var farið með rútu og gist í Brekkubæjarskóla. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru félaginu til sóma. Krakkarnir í Mix liðinu, sem er blandað lið kvenna og karla, stóð sig með stakri prýði og var í 1. sæti í sínum flokki. Stúlkurnar í Team gym liðinu voru í 2. sæti í meistaraflokki og hin tvö liðin stóðu sig mjög vel þó þau hafi ekki endað í verðlaunasæti. Þetta var mjög skemmtilegt og fjölmennt mót sem gefur góð fyrirheit fyrir komandi keppnistímabil í hópfimleikunum.