Þrepamót FSÍ
Núna um helgina var glæsilegur hópur frá Fimleikadeild Keflavíkur á þrepamóti FSÍ.
Þær stóðu sig allar með prýði stúlkurnar og erum við afar stoltar af þeim.
Í 4.þrepi kepptu Ólöf Rún Guðsveinsdóttir og Rakel Halldórsdóttir og náðu þær prýðilegum árangri báðar tvær, Rakel 8. sæti í sínum aldursflokki með 49,802 stig og Ólöf 18. sæti með 45,707 stig.
Í 5.þrepi áttum við 8 keppendur. Ingibjörg Þóra Þórarinsdóttir , náði bestum árangri stúlknanna í 5.þrepi. Hún var í 1.sæti á stökki og 5. sæti í sínum aldursflokki í fjölþraut með 54,433 stig. Eydís Ingadóttir kom næst á eftir í þriðja sæti í stökki með einkunnina 11,433, og 6. Sæti í fjölþraut í sínum aldursflokki með 53,682 stig.
Framtíðin er sannarlega björt hjá okkur í fimleikunum.
Sjá nánari úrslit hér http://www.armenningar.is/armenningar/?D10cID=ReadNews&ID=879