Þrepamót
Fimleikadeild Keflavíkur fór með stóran hóp iðkenda á þrepamót Fimleikasambands Íslands helgina 2. og 3.febrúar. Keppt var í 4. og 5 þrepi stúlkna og 3 – 5 þrepi pilta. Iðkendur stóðu sig mjög vel og voru flestir iðkendur að bæta sig heilmikið. Gaman er að segja frá því að þrír piltar frá okkur hlutu verðlaun. Daníel Þór Andrason lenti í 3. Sæti á tvíslá, Ísak Einar Ágústsson lenti í 1. Sæti á bogahesti, Magnús Orri Arnarsson lenti í 3. Sæti á bogahesti og 1. Sæti á stökki.
Hanna María Sigurðardóttir náði 4.þrepinu, Heiðrún Birta Sveinsdóttir náði 4. Þrepinu, Þórunn María Garðarsdóttir náði 5. Þrepinu, Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir náði 5. Þrepinu.
Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.