Fréttir

Þjálfari í Fimleikum óskast
Fimleikar | 11. mars 2021

Þjálfari í Fimleikum óskast

Fimleikadeild Keflavíkur óskar eftir að ráða fimleikaþjálfara til starfa frá og með 1 ágúst 2021.

Í fimleikadeildinni eru um 400 iðkendur á aldrinum 2-18 ára. Mikil uppbygging hefur verið í starfi deildarinnar og leitum við nú að öflugum þjálfara til að taka þátt í krefjandi og skemmtilegum verkefnum framundan. 

Leitað er af reynslumiklum þjálfara í fullt starf og til að þjálfa alla aldurshópa.

 Gerð er krafa um að viðkomandi hafi góða þekkingu, reynslu af þjálfun fimleika og reynslu af því að starfa með börnum. Kostur ef þjálfarinn hefur menntun á sviði íþrótta.

Mikilvægt er að viðkomandi sé jákvæður, metnaðarfullur og hafi góða samskiptahæfileika. Tali viðkomandi ekki íslensku er gerð krafa um íslenskunám á vegum félagsins með vinnu

 

 Umsóknir skal senda á fimleikar@keflavik.is fyrir 1.maí næstkomandi ásamt ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Margrét Knútsdóttir stjórnarkona fimleikadeildar Keflavíkur á sama netfang.