Sumaræfingar í fimleikum
Sumaræfingar í fimleikum hefjast 2. júní hjá tromphópum en 9. júní hjá áhaldahópum.
Áhaldahóparnir A-1, A-2, A-3, F-E og F-K æfa mánud. þriðjud. miðvikud. og fimmtud. frá kl. 16.30-18.30. Síðasta æfing verður fimmtudaginn 26. júní.
Tromphópar verða tvískiptir. Dagskráin vikuna 2.-6. júní er eftirfarandi. Börn fædd 97-99 æfa mánud. miðvikud. og fimmtud. frá kl. 15.00-17.00 og börn fædd 96 og eldri æfa sömu daga frá kl. 17.00-19.00. Þjálfari lætur iðkendur síðan fá æfingaplan í lok vikunnar.
Á sumaræfingum er rukkað fyrir þær æfingar sem iðkandi mætir á, en gjaldið er kr. 500 fyrir æfingu.