Sumaræfingar hjá Fimleikadeildinni
Nú fer vetraræfingum að ljúka - 5 ára fara í frí eftir foreldrasýninguna þann 16. maí, aðrir hópar fara í frí eftir fimleikadaginn sem verður þann 20. maí. Elstu hóparnir æfa þó út mánuðinn - þjálfarar munu láta sinn hóp vita ef þær eiga að æfa áfram.
Í sumar munum við bjóða A, B og H hópum upp á sumaræfingar. Hér fyrir neðan má sjá skipulag sumaræfinga og miða sem allir iðkendur þessa hópa fá afhent núna í vikunni. Ef þið hafið ekki fengið miða þá getið þið líka prentað miðann hér fyrir neðan og skilað honum inn.
Sumaræfingar
Nú styttist í að vetraræfingum fari að ljúka. Sumaræfingarnar taka við núna í júní – c.a. 12. – 30. júní og aftur í ágúst c.a. 8.-25. ágúst – tekið verður frí í júlí.
Við hvetjum alla til að skrá sig á sumaræfingar því á þeim er mikill grunnur lagður að árangri vetrarins.
Oft gefst stuttur tími á veturna að æfa grunnæfingar sem eru lykillinn að árangri þar sem meiri áhersla er lögð á að æfa fyrir hin og þessi mót. Þess vegna ættu allir sem hafa metnað til að ná langt í fimleikum að koma og æfa í sumar.
Þó þið farið í frí þegar æfingar standa yfir þá er það allt í lagi – þið borgið bara fyrir þær æfingar sem þið komist á.
Þið látið bara þjálfarann vita hvenær þið þurfið að fá frí.
Æfingar verða c.a. 2-3x í viku í c.a. 2 tíma í senn.
Hér fyrir neðan skrifið þið nafnið ykkar og skilið miðanum til þjálfara í síðasta lagi 15. maí ef þið ætlið að æfa í sumar.
- - - - - - - - - - - -- - - - - - - - - - - - - - - - - - -- - - - - - - - -
Nafn: _______________________Hópur:___________
Samþykki foreldris / forráðamanns: ______________________
Vil æfa í júní: _____ Vil æfa í ágúst: _______
Vil æfa bæði í júní og ágúst: ______
Með von um að sem flestar skrái sig.
Fimleikadeild Keflavíkur