Strákarnir okkar í fyrsta sæti á GK móti í hópfimleikum!
Um helgina fór fram GK mót yngri flokka í hópfimleikum í Kópavogi en mótið var á vegum Gerplu.
Keflavík sendi 4 lið eða 48 iðkendur til keppni.
Keppni hófst á föstudegi þar sem 4. Flokkur yngri lið 1 og 2 kepptu í B deild. Liðin stóðu sig mjög vel. 4. Flokkur yngri 2 lenti í 1. Sæti á gólfi. 4. Flokkur yngri 1 lenti í 4. Sæti á gólfi og 4. sæti á dýnu.
Á laugardeginum var keppt í A deild en þar keppti 4. Flokkur eldri. Þær áttu frábæran dag. Þær enduðu í 3. Sæti á gólfi.
Á sunnudeginum kepptu svo drengirnir í KKY. Þeir enduðu helgina með glæsibrag og sigruðu mótið með 25.500 stig í heildareinkunn. Árangur þeirra var eftirfarandi: 2. Sæti gólf, 1. sæti dýna, 1. sæti trampólín og 1. Sæti samanlagt.
Frábær helgi að baki og má með sanni segja að Keflavík eigi frábæra dansara og fimleikaiðkendur í hópfimleikum!