Fréttir

Starf Fimleikadeildarinnar í vetur
Fimleikar | 29. október 2013

Starf Fimleikadeildarinnar í vetur

 

Veturinn hjá Fimleikadeild Keflavíkur hefur farið vel af stað. Við erum gríðarlega ánægð með þann fjölda iðkenda sem hefur skráð sig og sótt æfingar og hlökkum við mikið til að stafa með þessum flottu hópum í vetur. Nokkrar breytingar hafa orðið hjá fimleikadeildinni en m.a. má nefa að Eva Berglind Magnúsdóttir, fyrrum framkvæmdastjóri, fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna og viljum við nota tækirfærið og þakka henni kærlega fyrir vel unnin störf.

Í ár erum við ekki með starfandi framkvæmdarstjóra heldur tvo yfirþjálfara sem skipta með sér umsjá hópanna. Þetta eru þær María Óladóttir og Heiðrún Rós Þórðardóttir. Þær hafa báðar gríðalega mikla reynslu af þjálfun auk alls þess er snýr að innra- og ytra starfi fimleikanna.  Við erum ótrúlega þakklát fyrir að fá þær til starfa hjá okkur og hlökkum við mikið til að starfa með þeim í vetur. Viðtalstími þeirra í Akademíunni er eins og hér segir;

Mán.      16:00-18:00

Þrið.       15:00-17:00


Mið.       15:00-17:00


Fimmt.   15:00-17:00

Hjá Fimleikadeild Keflavíkur munu starfa 13 þjálfarar í vetur en þar af eru tveir erlendir þjálfara, þau Dima og Natalie. Fimleikadeild Keflavíkur leggur mikinn metnað í að bjóða upp á góða þjálfun og getum við státað okkur að því að allir okkar þjálfarar hafa sótt þjálfaranámskeið á vegum Fimleikasambands Íslands.

Með von um frábæran vetur.

Fimleikadeild Keflavíkur ;)