Skráningar í fimleika
Skráning í fimleika fyrir næsta vetur fer fram dagana 14.-21.maí. Hér á síðunni eru skráningareyðublöð sem fylla þarf út og skila í kassa sem er að finna í afgreiðslu íþróttahúsins við Sunnubraut. Ekki er tekið við skráningum á öðru formi. Þeir sem skrá sig í fimleika í vorskráningu sæta forgangi við röðun í hópa en einnig verður skráningardagur í lok ágúst. Stundaskrár verða afhentar, með sama hætti og verið hefur, næsta haust. Byrjendur jafnt sem núverandi iðkendur geta skráð sig.
Við munum bjóða uppá sumaræfingar fyrir keppnishópa í áhaldafimleikum A1, A2, A3, F-E og F-K og fyrir alla tromphópa T1, T2-I, T2-II, HM1, HH2, V-´98 og V-´99. Boðið er uppá sumaræfingar fyrir iðkendur í áhaldafimleikum fædda 2000 og eldri. Fyrirkomulagið verður með svipuðum hætti og síðasta sumar, en þá buðum við uppá ,,fimleikabúðir” frá 09:00-12:00 í vikutíma, 5 skipti alls. Leikir, fimleikar, útivera og ýmislegt skemmtilegt. Námskeiðið verður vikuna 9.-13.júní en við auglýsum þetta námskeið með fyrirvara um næga þátttöku. Skráningareyðublöð fyrir sumaræfingar eru hér á síðunni og þarf að skila þeim í kassa sem er að finna í afgreiðslu íþróttahúsins við Sunnubraut.
Skráningarblöð fyrir næsta vetur eru hér og fyrir sumarið hér
Fimleikadeildin var að gefa út fréttabréf sem hægt er að nálgast hérna