Skráningar fyrir haustið 2012
Núna hefjast skráningar fyrir haustið hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra þ.e.a.s. fyrst er forskráning og í framhaldinu af því verður sendur tölvupóstur um hvaða hóp börnin lenda í. Foreldrar klára þá skráningu og ganga frá greiðslu í gegnum skráningarkerfið. Því er mikilvægt að vera viss um að rétt netfang sé skráð í forskráningu. Skráningu má finna hér á síðunni undir skráning iðkenda.
Skráning er opin frá 17.ágúst – 24.ágúst.
Ef skráð er í gegnum netið þarf að greiða með kreditkorti. Ef ekki er greitt með kreditkorti er hægt að hafa samband og fá bankaupplýsingar eða koma upp í Akademíu og greiða í afgreiðslu og framkvæmdastjóri mun síðan klára skráningu barnsins/barnanna.
· Krakkafimleikar 2 ára, 3 ára og 4 ára
Fyrsta skref fyrir foreldra er að skrá sig inn í kerfið. Smellt er á skráning iðkenda. Þar þarf að haka við samþykkja skilmála og smella svo á nýskráningu þar sem kennitala foreldra er skráð og lykilorð valið. Ef börn hafa verið skráð áður í krakkafimleikum á að vera hægt að nota lykilorð síðasta árs. Næst er smellt á námskeið í boði og þar ættu foreldrar að velja Krakkafimleikar og velja svo viðeigandi aldur. Ekki er forskráning fyrir þessi námskeið þar sem að hóparnir munu sjálfkrafa skiptast eftir aldri. Vikuna 26.-31.ágúst mun foreldrum svo berast tölvupóstur um tímasetningar, þjálfara og fleira. Krakkafimleikarnir munu vera á Laugardagsmorgnum 50-60 min fyrir hvern aldurshóp. Börn sem eru fædd 2007 skrá sig í FORSKRÁNING byrjendur eða FORSKRÁNING iðkendur eftir því sem við á. (sjá fyrir neðan)
· Nýir iðkendur
Fyrsta skref fyrir foreldra er að skrá sig inn í kerfið. Smellt er á skráning iðkenda. Þar þarf að haka við samþykkja skilmála og smella svo á nýskráningu þar sem kennitala foreldra er skráð og lykilorð valið. Næst er smellt á námskeið í boði og þar ættu foreldrar að velja FORSKRÁNING byrjendur. Engin greiðsla er tekin fyrir forskráningu. Vikuna 26.-31.ágúst mun foreldrum svo berast tölvupóstur um hvaða hóp barnið/börnin lenda í og hvaða tíma þeim verður úthlutað. Í framhaldinu af því fara foreldrar aftur inn á skráning iðkenda inn á sína síðu og velja þann hóp sem þeim hefur verið úthlutað og ganga frá greiðslu með kreditkorti.
· Iðkendur síðustu ára
Smellt er á skráning iðkenda og þar komast foreldrar inn á síðuna með kennitölu og lykilorði síðasta árs. Smellt er á námskeið í boði og þar eiga foreldrar að velja FORSKRÁNING iðkendur. Engin greiðsla er tekin fyrir forskráningu. Vikuna 26.-31.ágúst mun foreldrum svo berast tölvupóstur um hvaða hóp barnið/börnin lenda í og hvaða tíma þeim hefur verið úthlutað. Í framhaldinu af því fara foreldrar aftur inn á skráning iðkenda inn á sína síðu og velja þann hóp sem þeim hefur verið úthlutað og ganga frá greiðslu með kreditkorti.
Hafa skal í huga að forskráning fyrir iðkendur og byrjendur skiptist í Áhaldafimleika og Hópfimleika. Ef foreldrar eru ekki vissir um í hvor flokkinn eigi að skrá barnið/börnin skal hafa samband við Framkvæmdarstjóra Evu Berglindi s: 858-9868.
Parkour og fullorðinsfimleikar auglýst síðar