Skráning í fimleika hafin.
Nú fer haustið að skella á og við hjá fimleikadeildinni erum að opna fyrir skráningu. Skráningin veður opin frá og með 18.ágúst - 26.ágúst. Allar æfingar byrja svo 1.september.
Leiðbeiningar með skráningu.
Áhaldafimleikar stúlkna.
Þær stelpur sem voru í þessum hópum sl. vetur hjá Dima og Natalie skrái sig aftur í þessa hópa.
A1 : þær sem eru að keppa í frjálsum æfingum – 3. þrepi íslenska fimleikastigans. Þessar stúlkur æfa 6 x í viku 3 klst. í senn.
A2: Þær sem eru að keppa í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans. Þessar stúlkur æfa 5 x í viku 2,5 klst. í senn.
A3 : Þær sem eru að keppa í 5. -6. þrepi íslenska fimleikastigans. Þessar stúlkur æfar 5 x í viku 2 klst. í senn.
A4 : Þær sem eru að keppa í 6. – 7. þrepi íslenska fimleikastigans . Þessar stúlkur æfa 3 x í viku 75 mínútur í senn.
2009 : Stúlkur fæddar 2009 fara í þennan hóp. Æfingarnar eru 2 x í viku, 60 mínútur í senn.
2008: Stúlkur fæddar 2008 fara í þennan hóp. Æfingarnar eru 2 x í viku, 75 mínútur í senn.
2007 : Stúlkur fæddar 2007 fara í þennan hóp. Æfingarnar eru 3 x í viku, 75 mínútur í senn.
02 - 06 : Stúlkur fæddar 2002 - 2006 fara í þennan hóp. Æfingarnar eru 3 x í viku, 2 klst. í senn.
Hópfimleikar stúlkna
H1 : Þær stúlkur sem voru í H1 sl. vetur skrái sig áfram í H1. Æfingarnar eru 5 x í viku 2.5 klst. í senn.
H2/H3 : Þær stúlkur sem voru í H2/H3 sl. vetur skrái sig í þennan hóp. Einnig nýjar stúlkur fæddar 2000 – 2003 sem ætla í hópfimleika. Æfingarnar eru 3 x í viku 2 klst. í senn.
H4 : Stúlkur fæddar 2004 – 2006 sem vilja skipta yfir í hópfimleika og/eða byrja að æfa hópfimleika.
Æfingarnar eru 3 x í viku 1,5 klst. í senn.
Áhaldafimleikar drengja
Strákar 1 : Þeir drengir sem voru í þessum hópi sl. vetur , skrái sig í þennan hóp. Æfingarnar eru 4 x í viku 2,5 klst. í senn.
Strákar 2 : Drengir fæddir 2003 – 2007. Æfingarnar eru 3 x í viku 1,5 klst. í senn.
Strákar 3 : Drengir fæddir 2008. Æfingarnar eru 2 x í viku , 75 mín í senn.
Strákar 4 : Drengir sem eru fæddir 2009. Æfngarnar eru 2 x í viku , 60 mínútur í senn.
Áhaldafimleikar stúlkna og drengja
2010 : Iðkendur sem eru fæddir 2010 og vilja æfa 2 x í viku, 50 mínútur í senn í stað þess að vera í krakkafimleikum. Krafa í þennan hóp er að hafa verið lágmark 1 ár í krakkafimleikum.
Parkour
Þeir iðkendur sem hafa áhuga á að æfa parkour skrái sig í þennan hóp. Breytt fyrirkomulag verður á parkour. Það verður ekki í námsskeiðsformi heldur skipt í tvær annir eins og annað starf deildarinnar. Æfingar verða 2 x í viku 1,5 klst. í senn.
Ef að þig vantar aðstoð við skráningu getur þú haft samband í gegnum tölvupóst fimleikar@keflavik.is ,hringt (421-6368 )eða komið á skrifstofu fimleikadeildar Keflavíkur milli 09.00 – 14.00 virka daga.
Krakkafimleikar
Skráning í krakkafimleikana hefst síðar.
Athugasemdir.
Séu einhverjar séróskir um tímasetningar eða félaga, vinsamlegast skrifið það í athugasemdardálkinn í Nora kerfinu. Við reynum að verða við óskum ykkar eins vel og við getum.
Skráning fer fram hér: https://keflavik.felog.is/