Fréttir

Fimleikar | 21. ágúst 2012

Skráning hafin í Parkour

 

Núna hefjast skráningar hjá okkur í Parkour. Það verður með öðruvísi sniði en í fyrra þar sem það verður bara í boði námskeið fyrir áramót og svo annað eftir áramót. 

Skráning er opin frá 21.ágúst – 31.ágúst.

Ef skráð er í gegnum netið þarf að greiða með kreditkorti. Ef ekki er greitt með kreditkorti er hægt að hafa samband og fá bankaupplýsingar eða koma upp í Akademíu og greiða í afgreiðslu og framkvæmdastjóri mun síðan klára skráningu barnsins/barnanna.

·        Parkour

Fyrsta skref fyrir foreldra er að skrá sig inn í kerfið. Smellt er á skráning iðkenda. Þar þarf að haka við samþykkja skilmála og smella svo á nýskráningu þar sem kennitala foreldra er skráð og lykilorð valið. Ef börn hafa verið skráð áður í Parkour eða fimleika áður á að vera hægt að nota lykilorð síðasta árs. Næst er smellt á námskeið í boði og þar ættu foreldrar að velja Parkour og velja svo viðeigandi aldur. Ekki er forskráning fyrir þessi námskeið þar sem að hóparnir munu sjálfkrafa skiptast eftir aldri.  Foreldrar munu í framhaldinu fá tölvupóst þar sem fram kemur æfingatími og fleira.Við hvetjum foreldra til að skrá sem fyrst á námskeiðin því þau hafa verið mjög vinsæl hjá okkur og eru því fljót að fyllast.