Skráning hafin fyrir vor 2015
Nú fer haustönninni okkar að ljúka með glæsilegri jólasýningu á laugardaginn. Önnin hefur gengið í alla stað mjög vel. Mikil aukning hefur verið í fimleikadeildinni í haust. Iðkendurnir okkar hafa staðið sig með stakri prýði og erum við mjög stollt af þeim.
Nú er hafin skráning á ný fyrir vorönnina. Skráningin er opin frá 12.desember – 28.desember. En þá verður lokað fyrir skráningu og byrjað að raða í hópa. Ef að þið hafið áhuga á að halda ykkar plássi borgar sig að skrá sig sem fyrst. Vinsamlegast skoðið skráningarblaðið vel sem fylgir með, ef að þið lendið í vandræðum með skráninguna ekki hika við að vera í sambandi við okkur. Skráningin fer fram inn á heimasíðu deildarinnar http://keflavik.is/fimleikar/
Hópar munu breytast sem og æfingartímar hjá sumum iðkendum. Ef að þið hafið einverjar óskir endilega setjið þær í athugasemdardálkinn þegar þið skráið barnið. Við reynum eftir fremsta megni að verða við óskum ykkar um æfingartíma og æfingarfélaga, en því miður er það ekki alltaf hægt.
Skráningin veður opin frá og með 12.desember til og með 28.desember. Allar æfingar byrja svo 5.janúar.
Leiðbeiningar fyrir skráningu:
Áhaldafimleikar stúlkna.
Þær stelpur sem voru í þessum hópum í haust hjá Dima og Natalie skrái sig aftur í þessa hópa.
A1 : þær sem eru að keppa í frjálsum æfingum – 3. þrepi íslenska fimleikastigans. Þessar stúlkur æfa 6 x í viku 3 klst. í senn.
A2: Þær sem eru að keppa í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans. Þessar stúlkur æfa 5 x í viku 2,5 klst. í senn.
A3 : Þær sem eru að keppa í 5. Þrepi (létt) íslenska fimleikastigans. Þessar stúlkur æfar 5 x í viku 2 klst. í senn.
A4 : Þær sem eru að keppa í 6. – 7. þrepi íslenska fimleikastigans . Þessar stúlkur æfa 3 x í viku 75 mínútur í senn.
2009 : Stúlkur fæddar 2009 fara í þennan hóp. Æfingarnar eru 2 x í viku, 60 mínútur í senn.
2008: Stúlkur fæddar 2008 fara í þennan hóp. Æfingarnar eru 2 x í viku, 75 mínútur í senn.
2007 : Stúlkur fæddar 2007 fara í þennan hóp. Æfingarnar eru 3 x í viku, 75 mínútur í senn.
02 - 06 : Stúlkur fæddar 2002 - 2006 fara í þennan hóp. Stúlkur sem eru í 6.þrepi. Æfingarnar eru 3 x í viku, 2 klst. í senn.
5.þrep létt. Stúlkur fæddar 02 – 06. Þessar stúlkur munu æfa 3 x í viku 2,5 klst í senn
Hópfimleikar stúlkna
H1 : Þær stúlkur sem voru í H1 í haust skrái sig áfram í H1. Æfingarnar eru 5 x í viku 2.5 klst. í senn.
H2 : Þær stúlkur sem voru í H2 í haust eiga að skrá sig áfram í þennan hóp. Æfingarnar eru 7,5 klst á viku
H3 : Þær stúlkur sem voru í H3 í haust eiga að skrá sig áfram í þennan hóp. Æfingarnar eru 7,5 klst á viku.
H4 : Stúlkur fæddar 2004 – 2006 sem vilja skipta yfir í hópfimleika og/eða byrja að æfa hópfimleika. Æfingarnar eru 4,5 klst á viku.
Áhaldafimleikar drengja
Strákar 1 : Þeir drengir sem voru í þessum hópi í haust , skrái sig í þennan hóp. Æfingarnar eru 5 x í viku 2,5 klst. í senn.
Strákar 2 : Drengir fæddir 2003 – 2007. Æfingarnar eru 3 x í viku 1,5 klst. í senn.
Strákar 3 : Drengir fæddir 2008. Æfingarnar eru 2 x í viku , 75 mín í senn.
Strákar 4 : Drengir sem eru fæddir 2009. Æfngarnar eru 2 x í viku , 60 mínútur í senn.
Áhaldafimleikar stúlkna og drengja
2010 : Iðkendur sem eru fæddir 2010 og vilja æfa 2 x í viku, 50 mínútur í senn í stað þess að vera í krakkafimleikum. Krafa í þennan hóp er að hafa verið lágmark 1 ár í krakkafimleikum.
Parkour
Þeir iðkendur sem hafa áhuga á að æfa parkour skrái sig í þennan hóp. Breytt fyrirkomulag verður á parkour. Það verður ekki í námsskeiðsformi heldur skipt í tvær annir eins og annað starf deildarinnar. Æfingar verða 2 x í viku 1,5 klst. í senn.
Ef að þig vantar aðstoð við skráningu getur þú haft samband í gegnum tölvupóst fimleikar@keflavik.is ,hringt (421-6368 ).
Krakkafimleikar
Boðið verður upp á 4 aldurshópa í krakkafimleikum en þeir eru árgangur 2013, árgangur 2012, árgangur 2011 og árgangur 2010. Æfingar eru á laugardagsmorgnum.
Athugasemdir.
Séu einhverjar séróskir um tímasetningar eða félaga, vinsamlegast skrifið það í athugasemdardálkinn í Nora kerfinu. Við reynum að verða við óskum ykkar eins vel og við getum.