Fréttir

Skráning fyrir vorönnina 2013
Fimleikar | 26. nóvember 2012

Skráning fyrir vorönnina 2013

 

Skráning er hafin fyrir þá iðkendur sem ekki voru skráðir haustið 2012.

Þau börn sem skráð voru um haustið eru í forgangi þegar raðað er í hópa fyrir komandi vorönn. Nánari upplýsingar um greiðslu og hópa mun berast foreldrum í tölvupósti í desember.

Fyrsta skref fyrir foreldra er að skrá sig inn í kerfið. Smellt er á skráning iðkenda. Þar þarf að haka við samþykkja skilmála og smella svo á nýskráningu þar sem kennitala foreldra er skráð og lykilorð valið. Ef börn hafa verið skráð áður í fimleika á að vera hægt að nota lykilorð síðasta árs.Næst er smellt á námskeið í boði og foreldrar skrá börnin í rétta aldurshópa. Gætið þess að réttar upplýsingar séu gefnar upp þ.e. símanúmer og tölvupóstur foreldra.