Fréttir

Fimleikar | 13. apríl 2010

Ponsumót 2010

Fimmtudaginn 22. Apríl, á Sumardaginn fyrsta ætlar Fimleikadeild Keflavíkur að vera með hið árlega Ponsumót.  Ponsumótið hefur verið haldið árlega í fjöldamörg ár, og er vinamót á milli þriggja félaga, Keflavíkur, Bjarkanna og Stjörnunnar.   Mótið er fyrir yngstu stúlkurnar og verður án efa mjög skemmtilegt.  Um það bil 200 stúlkur munu keppa þennan dag.   Mótið hefst kl. 9:20 og lýkur kl. 13:30.  Við hvetjum sem flesta til að koma og fylgjast með stúlkunum stiga sín fyrstu skref í keppni.

Fimleikakveðja

Þjálfarar og stjórn