Ponsumót 2008
Sumardaginn fyrsta heldur glæsilegur hópur frá okkur til þáttöku í Ponsumótinu sem haldið er hjá Björkunum. Ponsumótið er vinamót Stjörnunnar – Keflavíkur og Bjarkanna og er haldið árlega til skiptis hjá félögunum 3. Keppt er í 6.þrepi íslenska fimleikastigans A – B og C útgáfu. Tæplega 40 stúlkur mæta til leiks á morgun.
Mæting er rétt fyrir níu í fyrramálið, mikilvægt er að allir séu klárir í upphitun klukkan 09:00 stundvíslega. Munum eftir smá snarli til að grípa í, breiðu brosi og fimleikabolunum okkar. Mikilvægast er að hafa gaman af æfingunum sínum.
Mótið fer fram hjá fimleikafélaginu Björk í Hafnafirði, Haukahrauni 1 – meðfylgjandi linkur inná ja.is vísar veginn áfram.
Ef einhverjar upplýsingar vantar endilega hafið samband í síma 862-4558.
http://ja.is/simaskra?q=Haukahrauni%201&order=magic&map=1037948#row1037948