Fréttir

Ponsumót
Fimleikar | 15. maí 2013

Ponsumót

 

Sumardaginn fyrsta, 25. apríl fór fram Ponsumót í Akademíunni.  Ponsumótið er árlegt vinamót milli Keflavíkur, Bjarkanna og Stjörnunnar. Þetta mót hefur verið haldið til fjölda ára og skiptast félögin á að halda mótið. Í ár var komið að Keflavík og er þetta í annað skiptið sem Ponsumótið er haldið í Akademíunni. Ponsumótið er hugsað fyrir yngstu iðkendur í fimleikum sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni. Það er alltaf mikið fjör og gaman á þessu móti og fara keppendur alltaf ánægðir og sáttir heim eftir góðan dag. Þegar ponsuæfingarnar voru búnar til var tekið mið af 6. Þrepinu sem er fyrsta þrep íslenska fimleikastigans. Ákveðið var á sínum tíma að skipta því þrepi í 3 stig. Úr því varð til ponsuæfingar C, sem eru aðeins einfaldari æfingar en 6. Þrepið, ponsuæfingar B, sem eru eins og 6. þrepið og að lokum ponsuæfingar A þar sem lengra komnir iðkendur gera aðeins erfiðari æfingar en eru í 6. þrepinu.

Þetta er liðakeppni þar sem félögin senda eitt lið í C, B og A æfingar. Einnig eru veitt einstaklingsverðlaun fyrir stigahæstu stelpuna í ponsuæfingum A og er hún þá Ponsumeistari.

Þetta var langur dagur þar sem fyrstu liðin mættu til leiks kl 08:15 og kepptu í C-æfingum. Flestir keppendur voru í C ponsum og var þeim skipt í eldri og yngri. Úrslitin voru:

C- yngri
1. Sæti Björk
2. Sæti Stjarnan
3. Sæti Keflavík

C-eldri
1. Sæti Stjarnan
2. Sæti Björk
3. Sæti Keflavík.

Um 11 leytið mættu svo keppendur í B og A æfingum. Keppendur í B æfingum voru einnig margir og var þeim þá líka skipt í eldri og yngri. Úrslitin voru:

B – yngri
1. Sæti – Keflavík
2. Sæti - Stjarnan
3. Sæti - Björk

B – eldri
1. Sæti - Stjarnan
2. Sæti – Keflavík
3. Sæti - Björk

A- ponsur
1. Sæti - Stjarnan
2. Sæti - Keflavík
3. Sæti – Björk

Ponsumótsmeistari að þessu sinni var Hildur Arna úr Stjörnunni.

Fimleikadeild Keflavíkur vill óska keppendunum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar gestum kærlega fyrir komuna. Myndir af mótinu má nálgast á facebook síðu Fimleikadeildar Keflavíkur. 

Hildur Arna Ponsumeistari úr Stjörnunni að taka við verðlaunum.

Stjarnan

Björk

Keflavík - B ponsur yngri ásamt þjálfurum, Kollu og Villa

Keflavík - A ponsur