Páskamót hjá Björk
Keflavíkurstúlkur tóku þátt í Páskamóti fimleikadeildar Bjarkar á laugardaginn síðastliðin. Mótið var hópfimleikamót og sendum við frá okkur 3 lið. Stúlkurnar stóðu sig allar mjög vel og eiga þær hrós skilið fyrir dugnað og prúðmennsku á mótinu.
Keflavik 3 náðu sér í silfurverðlaun á dýnu og brons á trampólíni en þær fengu einkunina 5.5 fyrir æfingar sínar á dýnu og 6,38 fyrir æfingar sínar á trampólíni.
Keflavík 3 var skipað þeim Sigurbjörgu, Thelmu, Ósk, Ásdísi, Kristínu, Elvu Maríu, Anítu, Magneu, Helene og Evu Lóu
Fimleikadeild Keflavíkur óskar öllum stúlkunum sem tóku þátt í mótinu til hamingju með mótið og óskum ykkur gleðilegra páska.