Öryggi á Trampolíni
Fimleikadeild Keflavíkur heldur kynningarnámskeið um örugga notkun á trampolíni í næstu viku, dagana 26.-30.maí.
Um er að ræða 90 mínútna námskeið þar sem farið er yfir helstu öryggisatriði sem snúa að notkun á trampolíni. Nokkrir hópar verða og skipt verður í hópa eftir aldri. Námskeiðið verður haldið í B-sal Íþróttahússins við Sunnubraut.
Námskeiðið kostar 1.000.- krónur á þátttakenda. Þjálfari er Viveka Grip fimleikaþjálfari.
Áhugasamir sendi tölvupóst á elin.islaug@keflavik.is með nafni, aldri, og farsímanúmeri. Einnig verður tekið við skráningum í síma 862-4558 á milli 10:00 -11:30 laugardag 24.05.2008 og 10:00-11:30 mánudaginn 26.05.2008.