Fimleikar | 7. nóvember 2004
Opinn dagur
Opinn dagur var haldin hjá Fimleikadeild Keflavíkur laugardaginn 23. október. Það er skemmst frá því að segja að dagurinn var mjög vel heppnaður. Krakkahóparnir riðu á vaðið með þrautabraut og gekk þetta síðan koll af kolli og enduðu þau sem búin eru að æfa lengst. En hinir hóparnir sýndu kunnáttu sína á áhöldum. Rúsínan í pylsuendanum var þó gestaþjálfarinn, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir en hún æfði fimleika hjá Fimleikadeild Keflavíkur. Hún kenndi elstu iðkendunum dans sem sýndur var í lok dagsins. Mætingin var mjög góð á þennan dag, talið að á milli 300-400 manns hafi komið yfir daginn og þakkar fimleikadeildin þeim fyrir komuna og vonar að aðstandendur séu eitthvað fróðari um starfsemi deildarinnar. Einnig er þjálfurum og öðrum sem hjálpuðu til að gera þennan dag að veruleika þakkað kærlega fyrir.