Fréttir

Nýr framkvæmdarstjóri hjá Fimleikadeild
Fimleikar | 17. apríl 2024

Nýr framkvæmdarstjóri hjá Fimleikadeild

Eva Hrund Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fimleikadeild Keflavíkur og mun hún hefja störf í haust.
Eva Hrund þekkir deildina mjög vel, hún var áður yfirþjálfari áhaldafimleika í nokkur ár eða til ársins 2019 og hefur þjálfað áhaldafimleika hjá deildinni eftir það.
Eva er með BSc gráðu í viðskiptalögfræði og er langt kominn með mastersgráðu í stjórnun og stefnumótun. Hún hefur starfað sem fjármálastjóri Fimleikasambandsins frá árinu 2019 og tekið að sér mótastjórn hjá FSÍ frá árinu 2022. Jafnframt hefur hún þjálfað fimleika hjá Fimleikadeild Stjörnunnar og lengst af hjá Íþróttafélaginu Gerplu en þar hefur hún til að mynda þjálfað fimleika fyrir fatlaða frá árinu 2010. Jafnframt er hún dómari í áhaldafimleikum karla og kvenna og hefur sinnt dómgæslu frá árinu 2011.
Fimleikadeild Keflavíkur er afar ánægð með að fá Evu Hrund aftur til starfa vegna reynslu hennar hjá Fimleikasambandi Íslands síðustu ár og sem þjálfara. Hún kemur með frábæra þekkingu og góða tengingu við sambandið. Deildin býður Evu Hrund velkomna til starfa 😊