Fréttir

Fimleikar | 4. janúar 2011

Námskeið

Þá er allt að fara á fullt hjá okkur aftur.  Föstudaginn 7. janúar, kl. 17:00 - 19:00, í Íþróttaakademíunni, verður skráning á eftirfarandi námskeið:

Krakkafimleikar:  Börn fædd á árunum 2008 - 2006.  Þau sem skráðu sig í forskráningu á síðustu æfingunni fyrir jól, þurfa ekki að skrá sig.  Verð fyrir námskeiðið er 12.000 krónur

Parkour:  Skiptist í tvo aldursflokka, 8 - 12 ára og svo 13 - 18 ára.   Parkour eru ,,götufimleikar" og hefur verið gríðarlega vinsælt hjá okkur.  Verð 17.000 krónur

Fullorðinsfimleikar:  Fyrir konur og karla, 18 ára og eldri.  Æfingar snúast um gott fimleikaþrek, fimleikaæfingar við hæfi hvers og eins og að hafa gaman.  Er ekki einungis fyrir fólk sem hefur æft fimleika.  Verð fyrir námskeiðið er 20.000 krónur

Mömmuleikfimi:  Fyrir mæður með ung börn.  Í tímunum er farið í góðar og uppbyggjandi æfingar fyrir konur sem eru að jafna sig eftir barnsburð.  Verð fyrir námskeiðið er 20.000 krónur.

Námskeiðin byrja í vikunni 10. - 15. janúar og standa í 14 vikur eða þar til 11. - 16. apríl.

Fimleikakveðja

Þjálfarar og stjórn