Námskeið
Eftirfarandi námskeið verða í boði á haustönn:
· Krakkafimleikar: Íþrótta- og fimleikaskóli fyrir börn fædd á árunum 2006 – 2008. Börnin æfa einu sinni í viku, á laugardagsmorgnum.
· Parkour: Parkour eða ,,götufimleikar“ fyrir börn á aldrinum 8 - 18 ára. Skipt verður í hópa eftir aldri.
· Fimleikar fyrir fullorðna (FFF): Fimleikar fyrir fullorðna hefur verið mjög vinsælt síðan við buðum fyrst upp á það. Í fyrsta skipti ætlum við að skipta í hópa eftir aldri, 18 – 24 ára og 25++. Farið er í góða upphitun, gert þrek og gerðar fimleikaæfingar sem henta iðkendum. Námskeiðið er ekki eingöngu ætlað fyrrverandi fimleikafólki.
· Stórt trampólín: Í fyrsta sinn ætlum við að bjóða upp á æfingar á stóru trampólíni. Æfingarnar verða uppbyggðar af upphitun, þreki og trampólini. Skipt verður í tvo hópa eftir aldri, 8 – 12/13 - 18 ára NÝTT
· Kraftform: Námskeið fyrir fólk sem langar komast í betra form og læra fullt af góðum styrkleikaæfingum og teygjum. Er eingöngu fyrir 18++. Æfingar sem samanstanda af upphitun, þreki og teygjum NÝTT
· Dans og þrek: Þetta námskeið er hugsað fyrir stúlkur á aldrinum 14 – 18 ára, sem langar að vera í fimleikum, en ekki keppa og gera mikið af stökkvum. Meiri dans, meiri dans, meiri dans... NÝTT
· Mömmuleikfimi: Námskeið fyrir allar mömmur með ungabörnJ Æfingar sem eru hugsaðar fyrir konur sem eru að jafna sig eftir barnsburð og langar að hreyfa sig og komast í betra form. Gerum líka æfingar með börnin. NÝTT
Öll námskeiðin eru frá 6. sept – 30. nóv.
Verð á námskeiðin er 20.000, nema í krakkafimleika, það er 10.000