Mót framundan í fimleikum
Nú er aðalvertíðin í mótum að hefjast hjá fimleikunum. Í febrúar og mars eru mót nánast um hverja helgi.
Eftirfarandi mót eru á næstunni í áhaldafimleikum:
14. febrúar er þrepamót í 5. þrepi kvenna. Fimleikadeild Gróttu á Seltjarnarnesi sér um mótið. 15. febrúar er síðan Hello kitty mót en þá er keppt í 5. og 6. þrepi íslenska fimleikastigans. Þátttökurétt á þessu móti hafa þær stúlkur sem ekki keppa á þrepamóti FSÍ 14. febrúar. Það er liðakeppni í báðum þrepum og fimleikadeild Gróttu sem býður á þetta mót. Bikarmót í áhaldafimleikum er haldið helgina 28.-29. febrúar. Hvert félag má senda 1 lið í hverju þrepi. Í hverju liði eru 6 keppendur. Íslandsmót í þrepum er haldið 28. mars. Á íslandsmót komast 16 stigahæstu einstaklingar vetrarins. Ponsumót verður haldið á sumardaginn fyrsta. Þetta ár heldur Stjarnan mótið en það er liðakeppni í 6. þrepi íslenska fimleikastigans.
Í hópfimleikum eru eftirfarandi mót framundan:
Helgina 21. og 22. febrúar er unglingamót i hópfimleikum. Það er haldið á Selfossi og er keppt í flokkum 1-5. Bikarmót í hópfimleikum er haldið helgina 7. og 8. mars. Stjarnan sér um það mót. Íslandsmótið í hópfimleikum fer fram 1. og 2. maí. Mótið er haldið á Selfossi.