Fréttir

Fimleikar | 11. apríl 2007

Mót framundan í fimleikum

Nú fer að byrja mikil keppnistörn hjá Fimleikadeildinni.  Í haust voru gerðar miklar breytinar á íslenska fimleikastiganaum og eru iðkendur búnir að vera að æfa þennan nýja stiga í vetur.  Af þessum sökum hafa ekki verið mörg mót hingað til.  Undir "linkunum" viðburðir er hægt að sjá mót sem haldin verða í Keflavík en að auki fara iðkendur í áhaldafimleikum á Garpamót Gerplu 21.-22. apríl og á Mínevrumót hjá Björk í Hafnarfirði þann 28. apríl.  Þar sem takmarkaður fjöldi iðkenda kemst á mótin verða einstaklingar valdir til keppni.