Fréttir

Bikarmót um liðna helgi
Fimleikar | 3. mars 2021

Bikarmót um liðna helgi

Um nýliðna helgi fór fram Bikarmót í 3.-1. þrepi og frjálsum æfingum í áhaldafimleikum. Á bikarmótum er keppt í liðum og átti Keflavík lið í 1.þrepi kvk sem var skipað þeim Lovísu, Margréti, Huldu og Helen og enduðu þær í 3. sæti. Einnig átti Keflavík tvö lið í 3.þrepi kvk, Keflavík 1 var skipað þeim Írisi, Indíu, Kolbrúnu, Rakel og Auði og enduðu þær í 3. sæti. Keflavík 2 var skipað þeim Ragnheiði, Ósk, Margréti, Guðlaugu og Bryndísi og enduðu þær í 7.sæti af 9 liðum. Mjög góður árangur hjá þessum flottu stelpum.
Þær Alísa og Jóhanna tóku þátt sem gestir í 2.þrepi kvk og stóðu þær sig mjög vel. Einnig tóku þeir Leonard, Ágúst og Máni þátt sem gestir í 3. þrepi KK og stóðu sig mjög vel.
Við óskum öllum þessum flottu krökkum innilega til hamingju með árangurinn.
Áfram Keflavík

 

Myndasafn