Fréttir

Fimleikar | 10. október 2006

Möggumót Keflavíkur 2006

Möggumót Keflavíkur

 

Laugardaginn 14. október verður Möggumót fimleikadeildar Keflavíkur haldið í A sal íþróttahússins í Keflavík.
Þetta er í þriðja skiptið sem mótið er haldið og heitir það í höfuðið á stofnanda deildarinnar Margréti Einarsdóttur. Mótið er æfingamót fyrir stúlkur á aldrinum 7-10 ára og er í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum er mótið meira eins og sýning en verður þó í venjulegu keppnisformi. Í seinni hlutanum verður þetta alvörunni keppni þar sem stúlkurnar fá einkunn fyrir hvert áhald. Eitt gestalið verður á mótinu og eru það stúlkur frá fimleikadeild Ármanns. Stúlkurnar á mótinu keppa í 6. þrepi íslenska fimleikastigans og eru þær mislangt komnar með þrepið.

 

1. hluti        B-1, B-2, C-1, C-2, C-3 og C-4   Stúlkur fæddar 1998-1999

 

Mæting kl 9:00

Upphitun kl 9:00-9:25

Innmars kl 9:25

Mót hefst kl 9:30

Mót lýkur kl  11:15

Útmars og verðlaunafhending kl 11:15-11:30

 

2. hluti        A-2, A-3, A-4 og Ármann      Stúlkur fæddar 1996-1999

 

Mæting kl 11:30

Upphitun kl 11:30-11:50

Innmars kl 11:55

Mót hefst kl 12:00

Mót lýkur kl  14:30

Útmars og verðlaunafhending kl 14:30-14:45

 

Stúlkurnar eiga að vera í Keflavíkur fimleikabolnum og Keflavíkur gallanum. Þær stúlkur sem eiga ekki reyna að fá lánað. Mikilvægt er að vera með eitthvað fallegt í hárinu og  hafa það vel spennt frá andliti.

 

Eftir mótið ætlum við að bjóða Ármannstúlkunum í sund og væri frábært ef okkar stúlkur færu líka.

 

Kveðja

 

Alex, Eva Berglind, Kolla, Rakel og Tinna Ösp