Möggumót
Laugardaginn 20. október verður Möggumót fimleikadeildar Keflavíkur haldið í A-sal íþróttahússins við Sunnubraut. Þetta er í fjórða skiptið sem mótið er haldið og heitir það í höfðið á stofnanda deildarinnar Margréti Einarsdóttur. Mótið er boðsmót og gestir okkar verða frá Fimleikadeild Ármanns og Bjarkirnar frá Hafnarfirði. Keppt er í grunnæfingum íslenska fimleikastigans. Skylduæfingar yngri iðkenda, stúlkur byrja í 6. þrepi og enda í því 1. Stúlkurnar úr Keflavík eiga að mæta í Keflavíkur fimleikabolnum og gallanum ef þær eiga, mikilvægt er að vera með eitthvað fallegt í hárinu og hafa það vel spennt frá andliti. Það er frítt inn á mótið, keppni hefst um kl. 10.00 og því líkur um kl, 12.00.