Möggumót
Möggumót Fimleikadeildar Keflavíkur fór fram laugardaginn 14. okt en mótið er nefnt eftir stofnanda deildarinnar Margréti Einarsdóttur. Mótinu var skipt í tvo hluta. Í þeim fyrri sýndu stúlkur fæddar 98-99 hvað þær hafa lært og fengu þær allar pening í lokin og gjöf frá Samkaupum. Í seinni hlutanum var keppt í 6 þrepi íslenska fimleikastigans. Eitt gestalið var frá Ármanni. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin samanlagt. Í fyrsta sæti var Guðrún Lind Ásmarsdóttir Ármanni með 36,65, í öðru sæti var Arna Petra Sverrisdóttir Ármanni með 36,55 og í þriðja sæti var Elfa Falsdóttir með 36,35. Öll úrslit má sjá hér. Einnig fengu allir keppendur verðlaunapening og gjöf frá Samkaup. Er Samkaupum þakkað kærlega fyrir stuðninginn.